Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2019 | 23:59

PGA: Reed leiðir á Bahamas

Það er Patrick Reed, sem er efstur á Hero World Challenge mótinu, sem fram fer í New Providence Bahamas og er mót vikunnar á PGA Tour.

Reed er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (66 66).

Í 2. sæti er Gary Woodland á samtals 9 undir pari.

Reed og Woodland voru báðir valdir í lið Bandaríkjanna undir forystu Tiger Woods í Forsetabikarnum, en mótið fer fram eftir viku og eru þeir líklega að sýna honum að þeir séu traustsins verðir og í fínu formi.

Sjá má stöðuna á Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 2. dags á Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR: