Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2016 | 00:01

PGA: Reed efstur á Barclays í hálfleik – Hápunktar 2. dags

Það er Patrick Reed sem leiðir á 1. mótinu af 4 í FedEx Cup, The Barclays.

Reed lék 2. hring á Bethpage Black í New York, þar sem mótið fer fram á 3 undir pari, 68 höggum – fékk 6 fugla, 9 pör og 3 skolla.

Samtals hefir Reed spilað á 8 undir pari (66 68).

Öðru sætinu deila Emiliano Grillo frá Argentínu og Rickie Fowler, báðir á samtals 6 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á The Barclays eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta The Barclays eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: