Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2020 | 18:00

PGA: Rahm sigraði BMW Championship

Jon Rahm sigraði á BMW Championship, sem fram fór á Olympia Fields í Illinois, dagana 27.-30. ágúst 2020

Jon Rahm og Dustin Johnson (DJ) voru jafnir eftir hefðbundar 72 holur, báðir á samtals 4 undir pari, 276 höggum.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og hafði Rahm betur þegar á 1. holu, sigraði með fugli meðan DJ var á pari, en 18. braut Olympia Fields var spiluð aftur.

Þeir Hideki Matsuyama og Joaquin Niemann deildu 3. sætinu á samtals 2 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á BMW Championship 2020 með því að SMELLA HÉR: