Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2011 | 13:13

PGA Q-school: Tommy Armour III meðal þátttakenda

Elsti þátttakandi í lokaúrtökumóti PGA Q-school, sem hófst í gær er Tommy Armour III, fæddur 8. október 1959. Tommy er því nýorðinn 52 ára.  Tommy hefir sigrað tvívegis á PGA Tour og spilaði á Champions Tour 2011, þar sem hann varð 4 sinnum meðal topp-10 í þeim 23 mótum, sem hann tók þátt í. Hann lauk keppnistímabilinu í 28. sæti á peningalista Champions Tour.

„Ég er í fullu starfi á næsta ári,“ sagði hann um þátttöku sína í Q-school „ég er bara að leita mér að hlutastarfi.“

„Það er auðveldara að vinna sér inn peninga á PGA en á Champions Tour.“

„Einhver spurði mig að því hver munurinn væri að spila á PGA og á Champions Tour og ég svaraði: „Á Champions Tour spila ég með vinum mínum, á PGA Tour með börnum þeirra,“ sagði Tommy Armour III m.a.