Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2011 | 07:30

PGA Q-school: David Duval í 81. sæti – Will Claxton leiðir eftir 2. dag

Nú um mundir fer fram í La Quinta, Kaliforníu lokaúrtökumót PGA.  Spilaðir verða 6 hringir, dagana 1.-5. desember 2011. Meðal þátttakendanna 171 eru mörg þekkt nöfn þ.á.m. David Duval, sem eitt sinn var nr. 1 á heimslistanum, Tommy Armour, Seung Noh-Jul og Sam Saunders, barnabarn Arnold Palmer.

Þegar spilaðir hafa verið 2 hringir af 6 er Seung Noh-Jul T-30 (69 72); Sam Saunders T-47 (68 74): David Duval T-81 (72 72) og  Tommy Armour T-145 (74 75).

Mörg önnur fræg nöfn taka þátt í lokaúrtökumótinu m.a. Boo Weekley, Ty Tryone, Nicholas Thompson (bróðir Lexi Thompson), Peter Tomasulo og Daníel Chopra.

Til þess að sjá stöðuna þegar fyrsta þriðjungi mótsins er lokið smellið HÉR: