Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2015 | 06:45

PGA: Putnam efstur á Humana Challenge e. 1. dag

Það er bandaríski kylfingurinn Michael Putnam sem er í efsta sæti eftir 1. dag Humana Challenge, sem fram fer á La Quinta í Kaliforníu.

Putnam lék 1. hring á 9 undir pari, 63 höggum.

Í 2. sæti eru 5 kylfingar allir á 8 undir pari, 64 höggum: Francesco Molinari, Mark Wilson, Blake Adams, John Peterson og Scott Pinckney.

Phil Mickelson lék á 1 undir pari, 71 höggi og eftir góða byrjun þar sem hann fékk 3 fugla, lauk hann hringnum með 3 skollum og 1  fugli á 18. holu og er í 89. sæti mótsins, sem hann deilir með 23 öðrum kylfingum; 8 höggum frá efsta manni.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1 dag Humana Challenge SMELLIÐ HÉR: