Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2016 | 02:00

PGA: Piercy efstur á Safeway Open – Á 62!!! – Hápunktar 1. dags

Í gær, fimmtudaginn 13. október 2016 hófst Safeway Open og nýtt keppnistímabil á PGA Tour.

Mótið fer fram í Silverado Resort&Spa (North), í Napa, Kaliforníu.

Efstur eftir 1. dag er Scott Piercy, en hann kom í hús á vallarmeti 10 undir pari, 62 höggum.

Á hringnum góða fékk Piercy 12 fugla og 2 skolla.

Í 2. sæti eru Paul Casey og Patton Kizzire; báðir á 8 undir pari, 64 höggum.

Sjá má hápunkta 1. dags á Safeway Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á Safeway Open eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: