PGA: Phil Mickelson lék 1. hring á Phoenix Open mótinu á 60 höggum – hápunktar og högg 1. dags
Phil Mickelson var nokkrum sinnum nálægt því að brjóta 60 á Waste Management Phoenix Open mótinu, sem hófst í gær á TPC Scottsdale golfvellinum í Arizona.
Hann skilaði sér í hús á 11 undir pari, 60 höggum, var með „hreint skorkort“ þ.e. tapaði hvergi höggi og fékk 11 fugla og 7 pör. Það var einkum á 8. holunni (næstsíðustu holu Phil) og lokaholu Phil (9.holu TPC Scottsdale)sem Phil var mjög nálægt því að krækja sér í 12. fuglinn; 8 metra pútt hans fyrir fugli fór hálfan hring í kringum bollann en vildi ekki detta, en þar með hefði skor hans verið 59 högg!!! (Sjá pútt Phil á 9. hér að neðan en það var valið högg dagsins). Phil fékk 4 fugla á fyrri 9 á TPC Scottsdale (seinni 9 á hring hans) og 7 fugla á seinni 9 á TPC Scottsdale (fyrri 9 á hring Phil).
Phil er með 4 högga forystu á 5 kylfinga sem deila 2. sætinu, þ.e. spiluðu allir á 7 undir pari, 64 höggum, sem í venjulegu móti á venjulegum degi hefði nægt í 1. sætið! Þeir sem deila 2. sætinu eru: Ryan Palmer, Brandt Snedeker, Pádraig Harrington, Ted Potter Jr. og Jeff Maggert.
Til þess að sjá stöðuna á Waste Management Phoenix Open mótinu eftir 1. hring SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 1. hrings á Waste Management Phoenix Open mótinu SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg dagsins á 1. hring Waste Management Phoenix Open mótinu SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá myndskeið þar sem Phil fer í gegnum hringinn sinn glæsilega SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
