Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2014 | 10:00

PGA: Petrovic og Putnam deila 1. sæti e. 1. dag RBC Canadian Open

RBC Canadian Open er mót vikunnar á PGA mótaröðinni, en mótið fer fram á bláa velli Royal Montreal golfklúbbsins.

Í efsta sæti eftir 1. dag eru Tim Petrovic og Michael Putnam.  Báðir léku 1. hring á 6 undir pari 64 höggum.

Í 2. sæti, 1 höggi á eftir eru Kyle Stanley og kanadíski kylfingurinn Taylor Pendrith á 5 undir pari, 65 höggum.

Fremur óþekktir kylfingar á toppnum, en þeir þekktari eru einfaldlega mun neðar á skortöflunni t.a.m. er Charl Schwartzel einn af 11 kylfingum, sem deila 5. sæti og koma næstir  á 4 undir pari;  Jim Furyk er einn af 16 kylfingum sem deila 16. sætinu á 3 undir pari; Brandt Snedeker og Matt Kuchar eru í 44. sæti og Luke Donald í 87. sæti.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á RBC Canadian Open með því að SMELLA HÉR: