Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2011 | 07:58

PGA: Casey í forystu á 2. degi FrysOpen.com – Tiger náði niðurskurði

Það var Englendingurinn Paul Casey, sem tók forystuna á FrysOpen.com þegar hann kom inn á lægsta skori gærdagsins á Corde Valle vellinum í St. Martin, glæsilegum 64 höggum!

Samtals er Casey búinn að spila á 134 höggum (70 74); -8 undir pari.

Paul Casey þarf að spila sig aftur inn í eða upp fyrir topp-125 til þess að tryggja sér kortið sitt á PGA túrnum. Hann hefir átt við fótarmeiðsli að stríða m.a. hefir hann þurft að ganga um með innlegg í skónum og með tærnar „teipaðar.”  Hann fór í meðferð hjá Gary Institute og segist vera kominn 70% í lag.

„Þetta er í fyrsta sinn, sem ég hef verið á golfvellinum og náð framförum þrátt fyrir fótinn og tærnar og munurinn var bara eins og dagur og nótt.”  „Það er frábært að líta upp og sjá að boltinn fer nákvæmlega í þá átt, sem maður ætlaði honum að fara,” sagði Casey, „það hefir ekki gerst í lengri tíma.”

Í 2. sæti eru Bandaríkjamaðurinn Bud Cauley á samtals 135 höggum (69 66)  og Ernie Els frá Suður-Afríku, þ.e. báðir á -7 undir pari, en Ernie á eftir að ljúka leik á 2 holum.  Þoka tafði nefnilega allt um 2 tíma og síðan náðist ekki að klára leikina sökum myrkurs.

Af öðru markverðu á 2. hring FrysOpen.com er að Tiger náði að komast í gegnum niðurskurð. Hann deilir 40. sæti ásamt 16 öðrum kylfingum, sem flestir eiga eftir að ljúka leik.  Tiger átti ágætis hring upp á 68 í gær; er því á samtals 141 höggi (73 68) og á -1 undir pari; 7 höggum á eftir forystumanninum Casey.

Til þess að sjá stöðuna á FrysOpen.com eftir 2. dag smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta á FrysOpen.com smellið HÉR: