PGA: Casey í forystu á 2. degi FrysOpen.com – Tiger náði niðurskurði
Það var Englendingurinn Paul Casey, sem tók forystuna á FrysOpen.com þegar hann kom inn á lægsta skori gærdagsins á Corde Valle vellinum í St. Martin, glæsilegum 64 höggum!
Samtals er Casey búinn að spila á 134 höggum (70 74); -8 undir pari.
Paul Casey þarf að spila sig aftur inn í eða upp fyrir topp-125 til þess að tryggja sér kortið sitt á PGA túrnum. Hann hefir átt við fótarmeiðsli að stríða m.a. hefir hann þurft að ganga um með innlegg í skónum og með tærnar „teipaðar.” Hann fór í meðferð hjá Gary Institute og segist vera kominn 70% í lag.
„Þetta er í fyrsta sinn, sem ég hef verið á golfvellinum og náð framförum þrátt fyrir fótinn og tærnar og munurinn var bara eins og dagur og nótt.” „Það er frábært að líta upp og sjá að boltinn fer nákvæmlega í þá átt, sem maður ætlaði honum að fara,” sagði Casey, „það hefir ekki gerst í lengri tíma.”
Í 2. sæti eru Bandaríkjamaðurinn Bud Cauley á samtals 135 höggum (69 66) og Ernie Els frá Suður-Afríku, þ.e. báðir á -7 undir pari, en Ernie á eftir að ljúka leik á 2 holum. Þoka tafði nefnilega allt um 2 tíma og síðan náðist ekki að klára leikina sökum myrkurs.
Af öðru markverðu á 2. hring FrysOpen.com er að Tiger náði að komast í gegnum niðurskurð. Hann deilir 40. sæti ásamt 16 öðrum kylfingum, sem flestir eiga eftir að ljúka leik. Tiger átti ágætis hring upp á 68 í gær; er því á samtals 141 höggi (73 68) og á -1 undir pari; 7 höggum á eftir forystumanninum Casey.
Til þess að sjá stöðuna á FrysOpen.com eftir 2. dag smellið HÉR:
Til þess að sjá hápunkta á FrysOpen.com smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024