PGA: Patrick Reed sigraði á Humana Challenge
Það var bandaríski kylfingurinn Patrick Reed sem sigraði, engum að óvörum, á Humana Challenge mótinu í Kaliforníu.
Reed var þar áður búinn að slá met frá árinu 1967 um lægsta meðaltalsskor í PGA Tour móti eftir 54 holur, 27 undir pari (þ.e. 3x 9 undir pari þ.e. 3 hringir upp á 63 högg!).
Reed er þekktur á PGA fyrir að vera með kærustu sína á pokanum – hún heldur honum að hans sögn rólegum …. og ekki vanþörf á því lokahringinn, þar sem taugastrekkings gætti í leik hans miðað við fyrri 3 dagana – en hann spilaði lokahringinn á 1 undir pari, 71 höggi – versti hringurinn af öllum 4! Á hringnum fékk Reed 5 fugla og 4 skolla. 8 högga sveifla milli hringja.
Samtals spilaði Patrick Reed sigurvegari Humana Challenge á 28 undir pari, 260 höggum (63 63 63 71).
Aðeins munaði 2 höggum á Reed og þeim sem varð í 2. sæti, bandaríska kylfingnum Ryan Palmer, sem átti lokahringinn sem Reed hefði eflaust óskað sér upp á 63 högg. Palmer lék á samtals 26 undir pari, 262 höggum (64 65 70 63).
Lægsta skorið lokahringinn átti þó hinn sjóðandi heiti, fyrrum Masters meistari (2007) Zach Johnson, sem þegar hefir unnið Tournament of Champions í ár – upp á 62 högg. Zach var á samtals 25 undir pari, 263 höggum (65 68 68 62) og deildi 3. sætinu ásamt Justin Leonard (66 67 65 65).
Til þess að sjá lokastöðuna á Humana Challenge SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 4. dags (lokahringsins) á Humana Challenge SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 4. dags, sem var ás Ken Duke SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
