PGA: Patrick Reed á von á sekt fyrir að blóta
Ryder Cup stjarnan Patrick Reed á von á hárri sekt frá PGA Tour vegna óviðurkvæmilegra brigslyrða sem honum fóru um munn í dag, á fyrsta degi WGC-HSBC Champions í Shanghai, Kína.
Meðan spilafélagi Reed, Graeme McDowell (GMac), er í forystu eftir 1. dag á mótinu eftir að átt glæsilegan hring upp á 5 undir pari 67 högg Sheshan International – þrátt fyrir að missa tvö högg á síðustu 6 holunum, þá var það Reed sem dró að sér athygli allra.
Hann lauk hring sínuma aðeins 4 höggum á eftir GMacá 1 undir pari, 71 höggi.
Það sem dró athyglina að honum var að hann blótaði og það náðist í sjónvarpsupptöku.
Þar heyrðist greinilega að Reed sagði eins og við sjálfan sig:
Nice f****** three-putt you f****** f****t,“ eftir skolla á 1. holu, sem var 10. hola Reed og GMac í dag (Lausleg þýðing: „Fallegt f…… þrípútt helv…. hom…. þinn“
Reed ekki bara blótaði heldur notaði orð sem túlka má sem hrakyrði í garð homma. Sjónvarpsþulir voru fljótir að biðja áhorfendur sína afsökunar á ljótu orðbragði Reed.
Talsmaður PGA Tour sagði síðar: „Reglur PGA Tour um óviðurkvæmilega hegðun banna notkun dónalegs orðbragðs á golfvelli. PGA Tour mun fást við málið innan sinna raða og í samræmi við reglur sínar.“
Búist er við að Reed hljóti háa sekt fyrir að blóta, en PGA Tour hefir sem reglu að gefa aldrei upp fjárhæðir sekta eða önnur viðurlög sín gegn brotum kylfinga sem spila á PGA mótaröðinni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
