Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2015 | 22:00

PGA: Pádraig Harrington sigurvegari Honda Classic!

Írski kylfingurinn Pádraig Harrington sigraði í dag á Honda Classic.

Hann lék 4. og síðasta hringinn á 70 höggum og samtals á 6 undir pari, 274 höggum (67 66 71 70).

Harrington varð jafn heimamanninum og  nýliðanum Daníel Berger og varð því að fara fram bráðabani.

Á fyrstu holu bráðabanans (par-5 18. holunni) var allt jafnt – báðir voru á pari. Á næstu holu bráðabanans, par-3 17. holunni sigraði Harrington, með pari en Berger fékk skramba.

Þriðja sætinu deildu Ian Poulter, Paul Casey og Russell Knox; allir aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum, þ.e. á 5 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Honda Classic SMELLIÐ HÉR: