Louis Oosthuizen
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2011 | 07:00

PGA: Oosthuizen í holli með Cantley og Tiger í dag – eygir velgengni eftir hringi undir pari á Dunhill mótinu

Sigurvegari síðasta árs á Opna breska, Louis Oosthuizen hélt aldrei að hann myndi spila á haustmótaröð PGA (ens.: PGA Tour´s Fall Series) en þau plön breyttust snögglega eftir erfitt gengi hans í Bandaríkjunum 2011.

Þessum 28 ára Suður-Afríkana (Louis) tókst ekki að öðlast þátttökurétt í FedExCup umspilinu og varð að bæta við 2 mótum á PGA dagskrá sína,  til þess að ná lágmarkinu um 15 spiluð mót  og til þess að fá kortið sitt endurnýjað fyrir næsta tímabil.

„Þetta hefir verið ár vonbrigða” sagði Oosthuizen í viðtali við Reuters í Corde Valle golfklúbbnum í gær þegar hann var að undirbúa sig und Frys.com Open mótið, sem er 2. mótið á haustmótaröðinni.

„Nákvæmlega á þeirri mínútu, sem mér fannst ég vera að spila vel, var ég meiddur og svo þegar mér leið eins og ég myndi spila ágætis golf, þá féllu hlutirnir ekki með mér. Vonandi tekst mér að ljúka þessu (keppnistímabili) á sterkan máta og verða svo betri á næsta ári.

„Eftir þetta (næstu tvö mót á haustmótaröinni) fer ég til Kína (og Asíu) til þess að spila á nokkrum mótum á Evrópumótaröðinni, þannig að ég á enn mikið af mótum eftir á 2011 keppnistímabilinu.”

Oosthuizen sem vann fyrsta risamótatitil sinn í fyrra með 7 högga mun á St. Andrews hefir átt í vandræðum með stöðugleikann á þessu ári.

Jafnvel þó að honum hafi tekst að landa 2. sigri sínum á Evróputúrnum á Africa Open í janúar þá hefir hann aðeins 1 sinni verið meðal topp-10 í 13 mótum á PGA túrnum… og það var þegar hann deildi 9. sæti á US Open í júní (s.l.).

„Ansi slæmt”

„(Líkams) formið hefir verið ansi slæmt,“ sagði Oosthuizen. „Ég átti í basli með bakverk á Canadian Open en ég held að aðalvandinn hafi verið andlegur meira en nokkuð annað. “

„Þar að auki er þetta ár það fyrsta þar sem ég hef spilað á báðum mótaröðum og mér hefir fundist erfitt stundum að ferðast fram og tilbaka,” bætti han við og átti þarna við PGA og Evrópumótaröðina.

„Vonandi verður auðveldara á næsta ári að spila, þegar ég veit hvaða mót ég spila á.“

Aðspurður  hverju hann myndi breyta á dagskrá sinni á næsta ári, svaraði Oosthuizen: „Ekki svo mörgu, virkilega, að öllum líkindum reyni ég að spila aðeins meira [hér] í Bandaríkjunum.”

„Ég verð að spila 3-4 vikur hér í röð og ekki bara koma hingað fyrir eitt og eitt mót. Þegar ég er búinn að koma lagi á þetta í dagskránni ætti það að hjálpa til.”

Oosthuizen, verður í dag í fyrsta hollinu með Tiger Woods og Patrick Cantlay. Hann fékk smá hvatningu síðustu helgi þegar hann landaði 5. sætinu á Alfred Dunhill Links Championship í  Skotlandi.

„Það var gaman að spila aftur á St. Andrews” sagði hann. „Ég spilaði með bróður mínum, sem var gott, það færði mér aftur fullt af góðum minningum frá Opna breska. Mér líkar við völlinn, söguna… allt varðandi St. Andrews.”

„Í raun spilaði ég ekki svo vel um helgina. Ég skildi eftir marga fugla á vellinum og strögglaði með pútternum. En allt í allt er ég nokkuð ánægður með árangurinn. Ég hlakka virkilega til þessarar viku.”

Oosthuizen, Woods og Cantlay fara út kl. 12:10 (16:10 GMT (þ.e. að okkar tíma hér á Íslandi).)