Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2015 | 10:00

PGA: Oosthuizen dró sig úr Tour Championship

Fyrst, Jim Furyk. Og nú er það Louis Oosthuizen.  Í 2. skiptið í þessari viku dregur kylfingur sig úr þessu móti allra móta vegna meiðsla og báðir áttu að öllum líkindum að keppa í Forsetabikarnum í ofanálag.

Furyk dró sig úr mótinu á þriðjudag vegna meiðsla í vinstri úlnlið og Oousthuizen á í vandræðum með hægra hnéð á sér.

Forsetabikarinn fer fram í október, nánar tiltekið 8.-11. október í Incheon City, Suður-Kóreu.

Um hnéð á sér sagði Oosthuizen: „Þegar ég byrjaði hringinn, fann ég ekki fyrir því, vissi jafnvel ekki af því.  En eftir 5-6 holur tók ég strax eftir því og gekk hægar og á hverri holu versnaði það og versnaði og versnaði.“

Þetta er stundin sem maður missir sjálfstraustið og byrjar að þjást á öðrum stöðum.“

Ég þarf e.t.v. að sleppa Dunhill Links (líka) þannig að ég geti undirbúið mig almennilega fyrir Forsetabikarinn,“ sagði Oosthuizen, loks.