Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 19:00

PGA: Óheppni Harrington-Myndskeið

Allir sem hafa spilað golf vita hversu ergilegt það er þegar boltinn rétt fer framhjá holu.

En það eru eflaust fáir sem hafa verið jafn óheppnir í stórmóti og Írinn Pádraig Harrington í gær á HP Byron Nelson Championship,

Hann átti hið fullkomna högg að pinna fyrir erni og boltinn fór í holu…. en skoppaði síðan upp úr aftur!

Harrington var sjokkeraður en það er ekki hægt annað en að dást að því hvernig hann hélt stillingu sinni.

Hann lauk síðan lokahringnum á 74 höggum og lauk keppni jafn öðrum í 22. sæti.

Til þess að sjá myndskeið af óheppni Harrington SMELlIÐ HÉR: