Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2015 | 22:22

PGA: Nýsjálendingurinn Danny Lee sigraði á Greenbriar Classic

Það var Ný-Sjálendingurinn Danny Lee sem sigraði á Greenbriar Classic í kvöld eftir 4 manna bráðabana.

Fyrst féllu Bandaríkjamennirnir Kevin Kisner og Robert Streb úr leik eftir að par-3 18 holan var spiluð.

Þar fengu þeir Danny Lee og Kanadamaðurinn David Hearn, fugla sem hinir 2 áttu ekki færi á.

Síðan var par-5 17. holan spiluð og þar fékk David Hearn skolla meðan Danny Lee sigraði með pari.

Til þess að sjá úrslitin á Greenbriar Classic SMELLIÐ HÉR: