Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2017 | 14:00

PGA: „Norðurljósin“ dimmast hjá Rory

Í Belfast Telegraph er grein í dag sem ber fyrirsögnina „Northern lights are dimming for Rory.“

Það sem greinarhöfundur á við er að Rory var heldur bjartsýnn fyrir Northern Trust mótið, sem er mót vikunnar á PGA Tour – ljós vonar kviknaði hjá honum um gott gengi – en það ljós er nú heldur farið að dimmast.

Nokkuð fyndið því í dag, 25. ágúst 2017 er t.a.m. fyrsti „norðurljósaferðadagur“ á helstu rútufyrirtækjum á Íslandi.

Rory lék 1. hring á 3 yfir pari, 73 höggum og er 9 höggum á eftir forystumanninum, Russell Henley.

Nr. 4 á heimslistanum (Rory), sem ákvað að keppa í stað þess að ná sér af meiðslum, fékk 6 skolla og 3 fugla í Glen Oaks Club, í New York, þar sem Northern Trust fer fram.

Rory, er 44. á FedEx Cup listanum og þarfnast því góðs árangurs í mótinu í þessari viku til þess að tryggja stöðu sína meðal 30 efstu, sem keppa á síðasta móti PGA Tour, Tour Championship.