Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2022 | 23:59

PGA: Niemann sigraði á Genesis Inv.

Það var Joaquin Niemann frá Chile, sem sigraði á Genesis Invitational mótinu, þar sem Tiger Woods er gestgjafi.

Mótið fór að venju fram í Riviera CC, í Pacific Palisades, í Kaliforníu, dagana 17.-20. febrúar 2021.

Sigurskor Niemann var 19 undir pari, 265 högg (63 63 68 71).

T-2 voru bandarísku kylfingarnir Collin Morikawa og Cameron Young 2 höggum á eftir. Norski frændi okkar Victor Hovland og Adam Scott voru síðan T-4 á samtals 14 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á Genesis mótinu með því að SMELLA HÉR: