PGA: Nick Watney er sigurvegari CIMB Classic – Tiger lauk leik í 4. sæti – hápunktar og högg 4. dags
Það var Nick Watney sem stóð uppi, e.t.v. nokkuð óvænt, sem sigurvegari CIMB Classic á The Mines Resort & Golf Club í Kuala Lumpur, í Malasíu.
Hann átti ótrúlegan lokahring upp á 61 högg!!!! …. þar sem hann fékk 11 fugla, 6 pör og 1 skolla á 18. holu, en sú 18. virðist reyndist kylfingunum í mótinu býsna erfið. Segja má með nokkrum sanni að Nick hafi verið að líta á 59 högg því ef hann hefði náð fugli í stað skolla á 18. hefði sú orðið raunin!
Watney bætti vallarmet sem Boo Van Pelt setti í gær um 1 högg – (en Van Pelt fékk einmitt skramba á 18 og var líkt og Watney að horfa á 59 högg!)
Nick Watney lék samtals á 22 undir pari, 262 höggum (71 65 65 61) og fékk 1,1 milljón dollara í sinn hlut (u.þ.b. 121 milljón íslenskra króna).
Forystubræðurnir í mótinu þeir Boo Van Pelt og Robert Garrigus urðu að sætta sig við 2. sætið í mótinu; voru báðir 1 höggi á eftir Watney á 21 undir pari, 263 höggum; Van Pelt (70 65 62 66) og Garrigus (64 64 69 66).
Tiger átti glæsihring upp á 63 högg og lauk leik í 4. sæti á samtals 19 undir pari, 265 höggum (66 67 69 63). Tiger deildi 4. sætinu með landa sínum Chris Kirk og Brendon de Jonge frá Zimbabwe.
Til þess að sjá úrslitin á CIMB Classic í Malasíu SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 4. dags á CIMB Classic SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 4. dags, sem Nick Watney átti á CIMB Classic SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
