Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 00:30

PGA: Nick Watney efstur á Wyndham Championship fyrir lokahringinn

Það er bandaríski kylfingurinn Nick Watney sem er efstur fyrir lokahring Wyndham Championship, sem spilaður verður á morgun.

Watney er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 196 höggum (67 64 65).

Á hæla honum eða aðeins 1 höggi á eftir er kanadíski kylfingurinn Brad Fritsch á 13 undir pari, 197 höggum (69 63 65).

Freddie Jacobson og Heath Slocum, en sá síðarnefndi leiddi í hálfleik deila síðan 3. sætinu á 12 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: