Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2012 | 06:00

PGA: Nick Watney efstur í Quail Hollow – hápunktar og högg 2. dags

Það er Bandaríkjamaðurinn Nick Watney, sem leiðir þegar Wells Fargo mótið í Quail Hollow í Charlotte, Norður-Karólínu er hálfnað. Nick er samtals búinn að spila á -12 undir pari, samtals 132 höggum (68 64).  Hann átti ásamt Ben Crane lægsta skorið í gær, var á -8 undir pari, glæsilegum 64 höggum. Á hringnum fékk Watney 7 fugla, 1 örn og 1 skolla.

Aðeins 1 höggi á eftir Watney er „heimamaðurinn“ Webb Simpson, sem búinn er að spila á -11 undir pari, samtals 133 höggum (65 68).

Fjórir deila síðan 3. sætinu á -10 undir pari: Ben Crane, Stewart Cink, DA Points og Ástralinn John Senden.

Ryan Moore er í 7. sætinu á -9 undir pari og Hunter Haas og Heath Slocum deila 8. sætinu á -8 undir pari samtals, hvor.

Allt Bandaríkjamenn sem raða sér í efstu 9 sætin; Það er ekki fyrr en í 10. sæti sem við finnum fyrsta erlenda kylfinginn Indverjann Arjun Atwall en hann er T-10 ásamt Rocco Mediate og Johnson Wagner  og í 13. sæti er Svíinn Robert Karlson en hann deilir því sæti ásamt 9 öðrum kylfingum m.a. nr. 2 í heiminum Rory McIlroy.

Til þess að sjá stöðuna á Wells Fargo mótinu smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Wells Fargo smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 2. dags á Wells Fargo sem Steve Flesch átti smellið HÉR: