Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2015 | 01:00

PGA: Nick Taylor með klikkaðslega gott glompuhögg á Kapalua

Sjá má alveg æðislegt glompuhögg hjá Nick Taylor sem þátt tekur á Tournament of Champions (skammst.: TOC) á Plantation golfvellinum í Kapalua á Hawaii.

Bolti Taylor lenti í glompu á par-3 11. holunni, en ekkkert mál fyrir Taylor, sem slær úr bönkernum með háu höggi og beint ofan í holu fyrir fugli!

Taylor er á Kapalua á TOC vegna sigurs síns á Sandersons Farms Open, en aðeins sigurvegarar á PGA Tour mótum 2014 fá að taka þátt í mótinu.

Sjá má úrslitafrétt um Sanderson Farms mótið með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá flott fuglaglompuhögg Taylor á Tournament of Champions SMELLIÐ HÉR: