PGA: Nick og Na leiða fyrir lokahring JT Shriner Hospital for Children mótsins
Það eru Bandaríkjamennirnir Nick Watney og Kevin Na, sem leiða fyrir lokahring Justin Timberlake Shriner Hospital for Children mótsins. Báðir eru á -17 undir pari; á samtals 196 höggum, Nick Watney (65 67 64) og Kevin Na (67 63 66).
„Ég er að reyna að einfalda allt,“ sagði Nick Watney eftir 3. hring. „Ég hef verið að dræva vel og það hefir verið frekar auðvelt að hitta inn á flestar flatir. Ég hugsa að það sé það sem maður verður að gera til þess að gefa sjálfum sér sjéns og eins mörg tækifæri og mögulegt er. Það er það sem ég hef verið að gera fram að þessu.“ „Þessi völlur er þarna beint fyrir framan þig. Hann er frekar stuttur á mælikvarða (PGA) túrsins, þannig að þetta snýst um útfærslu á öllu.“
Kevin Na á hinn bóginn sagði eftir 3. hring: „Ég átti virkilega góða byrjun á fyrri 9, fékk fimm fugla. Mér fannst að ég gæti náð lágu skori með fleiri fuglum á seinni. Því miður hægðist á öllu hjá mér og ég missti nokkur stutt pútt. En að vera -5 undir eftir daginn, ég er bara býsna ánægður með það.“
Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru Bandaríkjamennirnir Robert Garrigus og Kris Blanks.
Sjá má stöðuna fyrir lokahring Justin Timberlake mótsins, sem spilaður verður í dag HÉR :
Sjá má hápunkta 3. dags í Justin Timberlake Shriner Hospital for Children mótsins með því að smella HÉR:
Heimid: PGA
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024