Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2018 | 08:00

PGA: Nakinn maður stal senunni á Pro-Am Phoenix Open! – Myndskeið

Það er ýmislegt sem menn gera fyrir 5-mínútna frægð.

Mót vikunnar á bandarísku PGA mótaröðinni er Waste Management Phoenix Open og fór Pro-Am hluti mótsins fram í gær.

Á hinni sögufrægu par-3 16. braut sem umlukin er áhorfendapöllum, sem mörg þúsundir áhorfenda verja tíma sínum til að fylgjast með keppendum hljóp nakinn maður um á brautinni.

Hann mundaði m.a. kylfuna og sló sýndargolfhögg, lék sér í sandgryfju og ýmislegt annað áður en hann var gómaður og færður af vellinum.

Sjá má myndskeið af atvikinu með því að SMELLA HÉR: