Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2012 | 07:00

PGA: Myndskeið af hápunktum 1. dags – Camilo Villegas og David Toms leiða eftir 1. hring Humana Challenge

Í nótt var spilaður 1. hringur á Humana Challege, en einn helsti styrktaraðili  mótsins er Bill Clinton fv.Bandaríkjaforseti. Mótið hét áður Bob Hope Classic og fer fram á PGA West í La Quinta í Kaliforníu.  Eftir 1. hring eru það  Camilo Villegas frá Kólombíu og Bandaríkjamaðurinn David Toms, sem leiða.  Báðir spiluðu 1. hring á -9 undir pari, þ.e. 63 höggum.

Camilo Villegas spilaði skollafrítt golf var með 9 fugla og rétt missti pútt fyrir 10. fuglinum á 18. holu. Sömu sögu er að segja af David Toms, sem líka var skollafrír með 9 fugla, fékk 4 í röð á fyrri 9 (á 5.-8. holu) og síðan 5 fugla á seinni 9.

Þriðja sætinu deila síðan 4 kylfingar, sem allir spiluðu á -8 undir pari, 64 höggum: Bandaríkjamennirnir Brandt Snedeker, Ted Potter og Bob Estes og Sang Moon Bae frá Suður-Kóreu.

Til þess að sjá stöðuna á Humana Classic eftir 1. hring smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta á Humana Classic eftir 1. hring smellið HÉR: