Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2020 | 21:45

PGA: Morikawa sigraði á Workday Charity Open

Collin Morikawa sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, Workday Charity Open.

Skor hans eftir hefðbundar 72 holur var 19 undir pari, það sama og hjá Justin Thomas.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Morikawa betur á 3. holu bráðabanans, en par-4 18. hola golfvallar Muirfield klúbbsins í Dublin, Ohio, þar sem mótið fór fram, var spiluð tvívegis en Morikawa hafði síðan sigur á par-4 10. holunni.

Norski frændi okkar, Victor Hovland, varð síðan í 3. sæti á samtals 15 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Workday Charity Open með því að SMELLA HÉR: