Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2019 | 18:00

PGA: Mickelson sigraði á AT&T Pebble Beach Pro-Am

Það var Phil Mickelson sem stóð uppi sem sigurvegari á AT&T Pebble Beach Pro-Am.

Sigurskor Mickelson var 19 undir pari, 268 högg (65 68 70 65).

Þetta var 44. titill Mickelson á PGA Tour.

Í 2. sæti varð enski kylfingurinn Paul Casey, 3 höggum á eftir.

Í 3. sæti varð síðan Scott Stallings frá Bandaríkjunum á samtals 15 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á AT&T Pebble Beach Pro-Am SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahrings AT&t Pebble Beach Pro-Am SMELLIÐ HÉR: