Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2015 | 09:45

PGA: Mickelson braut kylfuhöfuð af 8-járni

Phil Mickelson varð fyrir því óláni á opnunarhring The Valero Texas Open í gær að brjóta kylfuhöfuð af 8-járni sínu.

Óhappið átti sér stað í aðhöggi Phil á par-4 12. braut JW Marriott TPC San Antonio golfvallarins.

Þar var Phil í flatarglompu.

Hann lauk spili á 12. braut með því að fá skolla á holuna.

Sjá má myndskeið þegar kylfuhöfuðið fór af 8-járni Phil með því að SMELLA HÉR: