PGA: Michael Thompson sigurvegari á Honda Classic – Hápunktar og högg 4. hrings
Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic móti, PGA mótaraðarinnar á PGA National golfvellinum í gær. Þetta er fyrsti sigur Thompson á PGA og fagnaði hann að vonum vel og innilega í mótslok.
Thompson lék á samtals 9 undir pari, 271 höggi (67 65 70 69).
Í 2. sæti var Ástralinn Geoff Ogilvy, 2 höggum á eftir, var á samtals 7 undir pari, 273 höggum (68 66 70 69). Luke Guthrie var í 3. sæti á samtals 5 undir pari.
Fimm kylfingar deildu 4. sæti á samtals 3 undir pari, þ.á.m. Keegan Bradley og Justin Rose. Í 9. sæti á samtals 2 undir pari voru þeir Graham DeLaet frá Kanada, Lee Westwood, Graeme McDowell og Charl Schwartzel.
Skor voru fremur há sem endurspeglar þá staðreynd að aðstæður til golfleiks voru erfiðar, þar sem það hvessti aðeins, en það breytir aðstæðum á PGA National verulega, sérstaklega með pinnastaðsetningunum og því hvernig völlurinn var uppsettur.
Til þess að sjá úrslitin á Honda Classic SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Honda Classic SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 4. dags á Honda Classic SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
