Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2015 | 10:00

PGA: Merrritt sigraði á Quicken!

Troy Merritt vann sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni með sigri sínum í gær á Quicken Loans mótinu í Robert Trent Jones GC í Gainesville, Virginíu.

Merritt lék á samtals 18 undir pari, 266 höggum (70 68 61 67).

Í 2. sæti varð Rickie Fowler heilum 3 höggum á eftir Merritt á 15 undir pari, 269 höggum (67 65 68 69).

Í 3. sæti var svo Svíinn David Lingmerth á samtals 14 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Quicken Loans National með því að SMELLA HÉR: