Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2018 | 00:01

PGA: Merritt efstur á Barbasol e. 1. dag

Troy Merritt er í forystu á Barbasol Championship, en mótið er mót vikunnar á PGA Tour og haldið fyrir þá sem heima sitja og fá ekki að taka þátt í Opna breska risamótinu, þar sem allar helstu stjörnurnar eru.

Merritt lék 1. hring á glæsilegum 10 undir pari, 62 höggum – fékk 1 örn og 8 fugla og skilaði því hreinu, skollalausu skorkorti!!!

Merritt á 3 högg á þá sem næstir koma: Joel Dahmen, Billy Horschel og Andres Romero, sem allir léku á 7 undir pari.

Sjá má hápunkta 1. dags á Barbasol Championship með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Barbasol Championship SMELLIÐ HÉR: