F.v.: Willam McGirt og Jhonattan Vegas leiða á Justin Timberlake mótinu
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2011 | 07:00

PGA: McGirt og Vegas deila 1. sæti eftir 1. dag

Það eru Jhonattan Vegas frá Venezuela og Bandaríkjamaðurinn William McGirt, sem deila 1. sætinu á Justin Timberlake Shriners Hospital for Children Open, sem hófst á TPC Sumerlin í Las Vegas, Nevada. Báðir komu þeir í hús á glæsilegum 63 höggum, þ.e. -8 undir pari vallar.

Jhonattan fekk 5 fugla og 1 skolla á fyrri 9 og endurtók leikinn á seinni 9, þ.e. 5 fuglar og 1 skolli litu dagsins ljós. McGirt hins vegar spilaði skollafrítt og var með alls 8 fugla á skorkortinu.

Þriðja sætinu deila Charlie Wi frá Suður-Kóreu og Ástralinn Nathan Green, báðir 1 höggi á eftir forystumönnunum.

Í 5. sæti 2 höggum á eftir þeim McGirt og Vegas eru 11 kylfingar, þ.á.m.: Alex Cejka frá Þýskalandi, Nick Watney frá Bandaríkjunum og Rod Pampling frá Ástralíu.

Sjá má stöðuna í mótinu með því að smella HÉR: 

Sjá má myndskeið með hápunktum 1. dags JT-mótsins á TPC Sumerlin með því að smella HÉR: