Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2023 | 20:00

PGA: Max Homa sigraði á Farmers Insurance Open

Það var Max Homa sem sigraði á Farmers Insurance Open.

Sigurskor Homa var samtals 13 undir pari, 275 högg (68 70 71 66).

Max Homa er fæddur 19. nóvember 1990 og því 33 ára. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Californía, Berkeley. Hann er kvæntur Lacey Croom.  Þetta er 8. sigur Homa sem atvinnumanns og sá 6. á PGA Tour.

Í 2. sæti varð Keegan Bradley á samtals 11 undir pari og í 3. sæti Collin Morikawa á samtals 10 undir pari.

Mótið fór fram á Suðurvelli Torrey Pines, í San Diego, Kaliforníu, dagana 25.-28. janúar 2023.

Sjá má lokastöðuna á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Max Homa ásamt eiginkonu sinni Lacey og syninum Cam Andrew  (f. 31. október 2022) eftir sigurinn á Farmers Insurance Open.