Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2015 | 10:00

PGA: Matt Every sigraði á Arnold Palmer Inv. – Hápunktar 4. dags

Það var bandaríski kylfingurinn Matt Every sem stóð uppi sem sigurvegari á Arnold Palmer Invitational.

Every sigraði á glæsiskori, samtals 19 undir pari, 269 höggum (68 66 69 66).

Aðeins 1 höggi á eftir í 2. sæti varð Henrik Stenson, frá Svíþjóð, sem var heldur fúll yfir ýmsu sem úrskeiðis fór hjá honum.

Stenson lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum (68 66 66 70) og má segja að lokaskorið og sérstaklega tveir skollar á lokahringnum, hafi kostað hann sigurinn.

Í 3. sæti varð Matt Jones á samtals 17 undir pari; í 4. sæti Morgan Hoffmann á samtals 15 undir pari og í 5. sæti Ben Martin á samtals 14 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Arnold Palmer Inv. með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 4. dags á Arnold Palmer Inv. með því að SMELLA HÉR: