Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2022 | 14:00

PGA: Matsuyama sigurvegari Sony Open e. bráðabana við Russell Henley

Það var japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, sem sigraði á Sony Open.

Matsuyama og Russell Henley voru efstir og jafnir eftir hefðbundið 72 holu spil, léku báðir á 23 undir pari.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og var par-5 18. braut Wailea golfvallarins spilaður að nýju.

Var stóð Matsuyama uppi sem sigurvegari, eftir að hafa fengið fugl meðan Henley var með skolla.

Þriðja sætinu deildu þeir Seamus Power frá Írlandi og bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner.

Sjá má lokastöðuna á Sony Open með því að SMELLA HÉR: