Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2017 | 07:00

PGA: Matsuyama sigurvegari Phoenix Open e. bráðabana v/Simpson – Hápunktar 4. dags

Það var japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, sem stóð uppi sem sigurvegari á Waste Management Phoenix Open.

Hann lék á samtals 17 undir pari, 267 höggum (65 68 68 66 ), líkt og Webb Simpson (67 71 65 64 ), sem átti glæsilokasprett og varð því að koma til bráðabana milli þeirra.

Það varð að spila par-4 18. holu TPC Scottsdale tvívegis en allt í stáli. Þá var farið á par-4 10. holuna og enn léku báðir á pari.

Það var ekki fyrr en á 4. holu bráðabanans sem Matsuyama sigraði með fugli meðan Simpson var enn á ný á parinu.

Einn í 3. sæti var Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku á samtals 16 undir pari aðeins höggi á eftir Matsuyama og Simpson.

Sjá má lokastöðuna á Waste Management Phoenix Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 4. dags á Waste Management Phoenix Open  með því að SMELLA HÉR: