Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2016 | 08:00

PGA: Matsuyama sigraði á Phoenix Open e. bráðabana við Rickie Fowler

Það var Japaninn Hideki Matsuyama sem sigraði á Waste Management Phoenix Open.

Matsuyama og bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur; báðir á samtals 14 undir pari, hvor.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra.

Fyrst var par-4 18. holan spiluð tvisvar en allt í stáli; síðan var par-4 10. holan spiluð og enn allt jafnt.

Úrslitin réðust ekki fyrr en a par-4 17. holunni en þar vann Matsuyama á pari meðan Fowler fékk skolla.

Sjá má lokastöðuna á WM Phoenix Open með því að SMELLA HÉR: