Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2015 | 10:00

PGA: Martin Laird efstur e. 3. dag á Phoenix Open

Það er skoski kylfingurinn Martin Laird sem leiðir eftir 3. dag Waste Management Phoenix Open sem fram fer á TPC Scottsdale í AZ.

Laird er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 200 höggum (66 66 68).

„Mér leið eins og gamla manninum í hópnum“ sagði hinn 32 ára Laird sem lék með tveimur 21 árs strákum í holli þ.e. Daníel Berger og Justin Thomas, sem báðir eru nýliðar á PGA og miklir framtíðarmenn.

Þrír kylfingar deila 2. sætinu, japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama og Bandaríkjamennirnir Brooks Koepka og Zach Johnson, allir 3 höggum á eftir Laird.

Laird kemur því til með að spila lokahringinn með tveimur öðrum „ungum strákum“ þ.e. Matsuyama sem er 22 ára og Koepka sem er 24 ára og spennandi að sjá í kvöld hver stendur uppi sem sigurvegari.

Til þess að sjá stöðuna á Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: