Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2014 | 06:50

PGA: Marc Leishman efstur á WGC Bridgestone Inv. – Hápunktar 1. dags

Það er Ástralinn Marc Leishman sem er efstur eftir 1. dag WGC Bridgestone Invitational sem hófst í gær á Firestone vellinum í Ohio, í Bandaríkjunum.

Leishman lék 1. hring á Bridgestone mótinu á glæsilegum 6 undir pari, 64 höggum.

Fast á hæla hans, aðeins 1 höggi á eftir á 5 undir pari, 65 höggum, hver eru þeir Justin Rose, Ryan Moore og Charl Schwartzel.

Rickie Fowler deilir 5. sæti ásamt 3 öðrum á 3 undir pari, 67 höggum.

Tiger er með í mótinu og verður að sýna stjörnuleik ætli hann sér að komast sjálfkrafa í Ryder bikars lið Bandaríkjanna.  Tiger lék 1. hring á 2 undir pari, 68 högum og deilir 9. sæti með Jamie Donaldsson, Brandt Snedeker, Keegan Bradley og Sergio Garcia.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag WGC Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á WGC Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR: