Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2015 | 07:00

PGA: Malnati sigraði á Sanderson Farms mótinu

Það var bandaríski kylfingurinn Paul Malnati sem stóð uppi sem sigurvegari á Sanderson Farms mótinu í gær í CC of Jackson í Mississippi.

Malnati átti glæsilokahring og tók framúr hinum fjölskipuðu toppsætum á mótinu, með hring upp á 5 undir pari 67 högg, sem dugði til sigurs.

Malnati átti 1 högg á hinn verðandi faðir William McGirt og David Toms.

Samtals lék Malnati á 18 undir pari, 270 höggum (69 66 68 67).

Fjórða sætinu deildu 5 kylfingar m.a. Roberto Castro, sem búinn var að leiða allt mótið en lét rigningaraðstæður að því er virtist fara í taugarnar á sér.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sanderson Farms mótinu SMELLIÐ HÉR: