Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2013 | 05:00

PGA: Mahan efstur á RBC eftir 2. dag

Það er Hunter Mahan, sem tekið hefir forystu þegar RBC Canadian Open er hálfnað.

Mahan er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 131 höggi (67 64).

Í 2. sæti 2 höggum á eftir Mahan, á samtals 11 undir pari, 133 höggum er John Merrick (71 62) og í 3. sæti enn 2 höggum á eftir er Bubba Watson á samtals 9 undir pari, 135 höggum (68 67).

Aaron Baddleey og Patrick Reed deila síðan 4.-5. sæti á samtals 8 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta dagsins sem heimamaðurinn David Hearn átti SMELLIÐ HÉR: