Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2022 | 18:00

PGA: Mackenzie Hughes sigraði á Sanderson Farms mótinu

Hinn kanadíski Mackenzie Hughes sigraði á Sanderson Farms mótinu.

Mótið var mót vikunnar á PGA Tour og fór fram í The Country Club of Jackson, í Jackson, MS dagane 26. september – 2. október.

Hughes varð að hafa fyrir sigrinum því eftir 72 holur voru hann og Austurríkismaðurinn Sepp Straka efstir og jafnir; báðir höfðu spilað á 17 undir pari, 271 höggi. Garrick Higgo frá S-Afríku varð í 3. sæti einu höggi á eftir.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Hughes betur á 2. holu – en 18. holan í Jackson var spiluð aftur tvívegis – Hughes sigraði með fugli.

Sjá má lokastöðuna á Sanderson Farms mótinu með því að SMELLA HÉR: