PGA: Luke Donald nr. 1 á CMN Hospitals Classic – Peningatitill PGA fer til Luke
Magnolia golfvöllurinn er hluti af „Magic Kingdom“ í Disney. Segja má að Luke Donald sé konungur í þessu „konungdæmi töfranna“ því það sem hann galdraði fram í dag á golfvellinum var ólýsanlegt.
Hann varð í 1. sæti í Children Miracle Network Hospitals Classic mótinu á samtals -17 undir pari, samtals 271 höggi (66 71 70 64). Hann gerði það sem þurfti, spilaði á -8 undir pari og tryggði sér peningatitil PGA. Þar með er hann búinn að skrá sig á spjöld sögunnar fyrir að vera efstur á peningalistum beggja vegna Atlantsála þ.e. bæði á PGA og Evróputúrnum. Hann fékk 4 fugla og 2 skolla á fyrri 9 en síðan byrjuðu töfrarnir á seinni 9. Það virtist eins og hann gæti ekki fengið annað en fugla – þeir komu 6 í röð frá 10.-15. braut. Ótrúlega glæsilegt!
Samkeppni hans um efsta sæti peningalistans, Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson lauk leik á samtals -13 undir pari, samtals 275 höggum (68 69 69 69) og varð T-6, ásamt 4 öðrum kylfingum þ.á.m. Trevor Immelman frá Suður-Afríku.
Í 2. sæti varð Bandaríkjamaðurinn Justin Leonard, 2 höggum á eftir Luke Donald á samtals -15 undir pari, 273 höggum (69 63 70 71) og 3. sætinu deildur 3 kylfingar á -14 undir pari Tom Pernice (sem rétt hélt sér innan 125 marklínu peningalistans (121) og tryggði sér þar með kortið sitt á PGA á næsta ári); sömu sögu er að segja af Sunghoon Kang (120) en Kevin Chappall, sem var í forystu í gær dalaði aðeins kom í hús á 72 höggum, en er öruggur með kortið í 66. sæti peningalistans.
Til þess að sjá úrslit á Children Miracle Network Hospitals Classic smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024