
PGA: Luke Donald nr. 1 á CMN Hospitals Classic – Peningatitill PGA fer til Luke
Magnolia golfvöllurinn er hluti af „Magic Kingdom“ í Disney. Segja má að Luke Donald sé konungur í þessu „konungdæmi töfranna“ því það sem hann galdraði fram í dag á golfvellinum var ólýsanlegt.
Hann varð í 1. sæti í Children Miracle Network Hospitals Classic mótinu á samtals -17 undir pari, samtals 271 höggi (66 71 70 64). Hann gerði það sem þurfti, spilaði á -8 undir pari og tryggði sér peningatitil PGA. Þar með er hann búinn að skrá sig á spjöld sögunnar fyrir að vera efstur á peningalistum beggja vegna Atlantsála þ.e. bæði á PGA og Evróputúrnum. Hann fékk 4 fugla og 2 skolla á fyrri 9 en síðan byrjuðu töfrarnir á seinni 9. Það virtist eins og hann gæti ekki fengið annað en fugla – þeir komu 6 í röð frá 10.-15. braut. Ótrúlega glæsilegt!
Samkeppni hans um efsta sæti peningalistans, Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson lauk leik á samtals -13 undir pari, samtals 275 höggum (68 69 69 69) og varð T-6, ásamt 4 öðrum kylfingum þ.á.m. Trevor Immelman frá Suður-Afríku.
Í 2. sæti varð Bandaríkjamaðurinn Justin Leonard, 2 höggum á eftir Luke Donald á samtals -15 undir pari, 273 höggum (69 63 70 71) og 3. sætinu deildur 3 kylfingar á -14 undir pari Tom Pernice (sem rétt hélt sér innan 125 marklínu peningalistans (121) og tryggði sér þar með kortið sitt á PGA á næsta ári); sömu sögu er að segja af Sunghoon Kang (120) en Kevin Chappall, sem var í forystu í gær dalaði aðeins kom í hús á 72 höggum, en er öruggur með kortið í 66. sæti peningalistans.
Til þess að sjá úrslit á Children Miracle Network Hospitals Classic smellið HÉR:
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023