Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 23:59

PGA: Luke Donald sigraði á Transitions Championship – kemst aftur í 1. sæti heimslistans

Það var Luke Donald sem stóð uppi sem sigurvegari á Transitions Championship eftir 4 manna umspil.  Eftir hefðbundnar 72 holur voru 4 jafnir á -13 undir pari: Luke Donald, Sang-Moon Bae, Jim Furyk og Robert Garrigus. Úrslitin réðust á 1. holu umspilsins þar sem Luke fékk fugl, sem hinum tókst ekki.  Með þessum sigri nær Luke aftur 1. sæti heimslistans á morgun.

Ernie Els, sem reynir að komast inn á Masters spilaði frábært golf og var ásamt 3 öðrum aðeins 1 höggi frá því að komast í umspilið. Hann deildi 5. sæti á samtals -12 undir pari, samtals 272 höggum (70 67 68 67).

Meiðsli sem hafa verið að há Retief Goosen gerðu það að verkum að hann lauk 4. hring á 75 höggum, sem er úr takti við frábæra hringi dagana þar áður, en alls spilaði Goosen á samtals -7 undir pari, samtals 277 höggum (69 68 65 75). Hann deildi 20. sæti ásamt 8 frábærum kylfingum, þ.á.m. Sergio Garcia, Pádraig Harrington og Louis Oosthuizen.

Til þess að sjá úrslit á Transitions Championship smellið HÉR: