PGA: Lowry blótaði og Kaufman braut kylfu á lokahring Honda Classic
Golf er herramanns- og kvennaíþrótt og þar þykir ekki fínt að vera með kylfuköst og þaðan af síðan að brjóta kylfurnar í æðiskasti yfir slæmu gengi.
Hvað þá að blóta og ragna.
Ætlast er til af herramönnum og dömum golfíþróttarinnar að þau séu yfirveguð og láti ekki í ljós óæðri tilfinningar þó illa gangi í viðkomandi skipti á vellinum.
En golfið er nú einu sinni frústrerandi íþrótt og alltaf í frásögur færandi þegar atvinnumennirnir, sem eiga að vera fyrirmynd annarra kylfinga, brjóta á siðareglum golfsins.
Það gerðu þeir Shane Lowry og Smylie Kaufman eins og sjá má í meðfylgjandi frétt sbnation SMELLIÐ HÉR:
Shane blótaði notaði F-orðið bannaða á engilsaxneskri tungu á 17. braut PGA National, þar sem Honda Classic mótið fór fram og Smylie braut kylfu í stundarreiði yfir að ná ekki að slá af teig yfir vatn á par-3 15. holu PGA National! Boltinn blotnaði og dræverinn fékk að kenna á því! 15.-17. braut PGA National þykja með þeim erfiðari á vellinum.
Shane Lowry tvítaði eftir blótið: „So I said a bad word…. Shoot me!“ (Lausleg þýðing: „Jæja, svo að ég sagði blótsyrði…. skjótið mig!“)
Jamm, ekki beint til fyrirmyndar Lowry!!! Hvorki verknaðurinn né „afsökunarbeiðnin“ … og þaðan af síður að brjóta kylfur!!! Skamm, skamm Kaufman!!!
Þetta er nefnt svona sem dæmi þess hvernig ekki eigi að hegða sér á golfvelli.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
