Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2015 | 10:00

PGA: Lovemark efstur þegar Hotel Fitness er hálfnað

Bandaríski kylfingurinn Jamie Lovemark er efstur á Hotel Fitness Championship, sem er fyrsta mótið af 4 í Web.com Tour Finals – en þessi mótaröð kemur í stað úrtökumóta á PGA Tour og á þessari mótaröð ræðst hverjir nýju strákarnir á PGA Tour verða á næsta ári.

Verið var að þyngja inntökuskilyrðin á PGA Tour, með því að nú fara fram úrtökumót um hverjir komast inn á Web.com Tour mótaröðina og svo eru Web.com Tour Finals en á þeirri mótaröð ræðst hverjir komast inn á PGA Tour mótaröðina sjálfa.

Lovemark er að standa sig ágætlega hefir leikið á 11 undir pari, 133 höggum (67 66).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Íslandsvinurinn indverski, Anirban Lahiri á samtals 10 undir pari (69 65).

Jafnvel þó Anirban hafi átt glæsilegan hring í gær 65 högga þá var þetta ekki besta skorið.  Það áttu tveir kappar þeir Brad Fritsch frá Kanada, sem fékk m.a. glæsilegan albatross á hring sínum og Japaninn Hiroshi Iwata, en báðir léku þeir á 64 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Hotel Fitness Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta á Hotel Fitness Championship SMELLIÐ HÉR: