Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2018 | 00:01

PGA: List efstur f. lokahring Honda Classic – Hápunktar

Bandaríski kylfingurinn Luke List er efstur fyrir lokahring Honda Classic, sem spilaður verður seinna í dag.

List er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 203 höggum (71 66 66).

Þar sem List er ekki þekktasti kylfingurinn á Túrnum má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

List er með hákarla á hælunum en í 2. sæti eru Justin Thomas og Webb Simpson 1 höggi á eftir List, hvor.

Tiger Woods er T-11 á samtals sléttu pari (70 71 69) – flott hjá honum eftir öll bakmeiðslin! – Spilað er í Palm Beach Gardens, í heimaríki Tiger, Flórída.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Honda Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Honda Clasic SMELLIÐ HÉR: 

Mynd í aðalfréttaglugga: Luke List