Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2015 | 06:00

PGA: Lingmerth sigraði á Memorial

Það var Svíinn David Lingmerth, sem sigraði á Memorial móti Jack Nicklaus í Ohio.

Lingmerth var jafn Justin Rose, að loknum 72 hefðbundnum leik og þurfti því að koma til bráðabana milli þeirra.

Par-4 18. holan var spiluð tvívegis en báðir fengu par í bæði skiptin og allt í stáli milli þeirra. Þá var par-4 10. holan spiluð og þar sigraði Lingmerth á pari!  Þetta er fyrsti sigur Lingmerth á PGA mótaröðinni.

Þriðja sætinu deildu Masters-meistarinn ungi Jordan Spieth og ítalski kylfingurinn Francesco Molinari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Memorial SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á The Memorial SMELLIÐ HÉR: