Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2011 | 08:00

PGA: Leonard, Stenson og Kim leiða þegar CMN Hospitals Classic er hálfnað

Justin Leonard lýsti hring sínum í gær sem „skemmtilegum, auðveldum degi,“  og svo virtist sem hann hafi haft rétt fyrir sér. Hann kom inn á -9 undir pari, 63 höggum, sem er lægsta skor hans á þessu ári og kom honum í forystu á CMN Hospital Classic ásamt Henrik Stenson og Bio Kim, þegar mótið er hálfnað.  Allir eru forystumennirnir á samtals -12 undir pari, samtals 132 höggum: Leonard (69  63); Stenson (68 64) og Kim (67 65)

Justin er í 144. sæti á peningalista PGA TOUR og hefir ekki minnstu áhyggjur af því að fá ekki kortið endurnýjað vegna þess að hann hefir keppnisrétt 2012 á PGA.

Tveimur höggum á eftir, í 4. sæti er Nick O´Hern.

Stressið er mest á botni peningalistans, en aðeins 125 efstu fá að halda kortum sínum á PGA. Kylfingar nr. 123, 124 og 125: D.J Trahan, Bobby Gates og James Driscoll náðu allir niðurskurði.

Bio Kim er í 168.sæti og verður að ná 2. sæti til þess að forðast Q-school. Henrik Stenson, sem náði glæsilegu skori á Palm golfvellinum er í 180. sæti en er með tryggðan keppnisrétt á PGA út árið 2014 vegna sigurs hans á The Players Championship, árið 2009.

Eins þarf Justin Leonard ekki að hafa áhyggjur eins og sagði hér fyrr: „Ég hringdi í PGA fyrir nokkrum mánuðum og spurði um stöðu mína. Ég hef keppnisrétt á næsta ári, þannig að ég spila ekki undir pressu,“ sagði Justin Leonard á blaðamannafundinum. „Ég veit ekki hvernig (ég hef keppnisréttinn) ég bara hef hann. Ég leit með sömu augum og þið á símann. „Hvernig stendur á því að ég hef enn keppnisrétt?“

Það kom í ljós að hluti verðlauna Justin Leonard þegar hann vann Opna breska 1997 var 10 ára undanþága til að spila á PGA mótaröðinni. Árið 2003 byrjaði PGA að bæta 10 árum við hvern unnin sigur eftir upprunalegu undanþáguna. Justin Leonard vann 5 sinnum eftir 2003 og því hefir hann keppnisrétt út 2012.

Undanþága Justin nær hins vegar ekki til Hyundai Tournament of Champions í Kapalua, sem fram fer í upphafi næsta árs og það er það sem hann hefir færi á að bæta úr í Disney.

Bio Kim kom inn á 65 höggum á erfiðari Magnolia golfvellinum og staða hans á skortöflunni skiptir hann miklu máli. „Ég hræðist ekki að fara í Q-school, vegna þess að ég er aðeins 21 árs og ég á eftir að gera margt og spila í mörgum mótum.“ sagði Kim.

Það sem vakti mun meiri hræðslu hjá honum var að hann þurfti að gangast undir hjartaskurðaðgerð vegna óreglulegs hjartsláttar, sem hefir háð honum síðan hann var 11 ára og hann vissi að hann ætti í erfiðleikum vegna þessa þegar næstum leið yfir hann á Wyndham Championship s.l. ágúst.

Leonard (63) og Stenson (64) spiluðu á hinum auðveldari Palm golfvelli, meðan skor Kim var  65 á Magnolia.

Til þess að sjá stöðuna þegar CMN Hospital Classic (Disney-mótið) er hálfnað smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta eftir 2. dag CMN Hospitals Classic mótsins smellið HÉR: